Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Berlín , hvað get ég sagt ?Þetta er blogg fyrir þig Gísli

Jæja komin frá Berlín algjörlega frábær ferð .Fengum gott veður allann tímann sem er jú það sem við á klakanum höfum alltaf áhyggjur af ekki satt ..

Skoðuðum helstu staðina sem var búið að benda okkur á t.d. Brandenburgarhliðið ,sjónvarpsturninn sem er ekki nema tæpir 400 metrar á hæð Grin dísöss hvað mig svimaði þar maður .Líka það sem var eftir af kirkjunni sem var bombarduð í seinni heimstyrjöldinni ,fórum í Sony Center og borðuðum kengúru sem mér leist nú ekkert á en kom á óvart hvað hún var góð ,og eyddum heilum degi í dýragarðinum sem var sko alveg þess virði .Nú svo skoðuðum við sendiráð norðurlandanna sem eru öll staðsett saman á einum reit í fylgd sendiherrans okkar .

Rákumst á Ferrari búð og fengum alveg sérþjónustu þar (vorum svo vel merkt sko Whistling ) Keyptum nýjan bol handa Söndru og bóndinn valdi sér bakpoka til að hafa á mótorhjólinu .Árshátíðin var meiriháttar vel heppnuð og við erum ákveðin í að fara aftur að heimsækja Berlínarbúa .Það er svo margt eftir að skoða .

 


Hefur þú lent í því að vera með barnið þitt í gæslu og þegar þú kemur að sækja það veit enginn hvar það er ??????????

Ég lenti í þessu og er núna fyrst að geta skrifað um það Devil ég er búin að vera svo ólýsanlega brjáluð ,vond ég get svarið það ég tók alla þá vonsku sem var til í mér út.Þegar þessi dagur kom var ég í góðu skapi aldrei þessu vant .Ætlaði að ná í prinsessuna mína ogfara með henni  heim að skrifa fyrstu stafina með henni . Ætla að reyna að lýsa þessu fyrir ykur eins og ég upplifði það :

Ég kem í gæsluna og býð góðan daginn ,spyr hvar Sandra Lind sé .Hún er úti að leika er sagt við mig. OK ég fer út að leita og finn hana hvergi svo ég fer aftur inn og segi : hún er ekki úti og ég sé ekki skólatöskuna hennar er hún hérna inni ?

Ó GUР er hún ekki úti segja þær og horfa á mig eins og ég hafi verið með barnið allann tímann

Nei segi ég hún er ekki úti og taskan er farin HVAR ER BARNIÐ MITT ??????

Ohh segir svo alltíeinu ein ,sko það komu hérna stelpur áðan og hún sagði að það væri verið að sækja sig ,kom ekki bara systir hennar að ná í hana ????

Systir !!!! ha sagði ég EF HÚN ÆTTI SYSTUR HEFÐI HÚN KANNSKI KOMIÐ AÐ NÁÍ HANA

Svo gubba þær út úr sér vertu alveg róleg ,SLAKAÐU Á VINKONA  (a.þa.ég var farin að öskra á þessum tímapunkti )

OK akkúrat þarna er búið að týna barninu mínu enginn veit hver sótti það ,sennilega stelpur á línuskautum gæti samt hafa verið stelpa og strákur .Þær voru ekki alveg með þetta á hreinu helv.... dru....... sem voru á svæðinu .

Og hvað átti ég að hugsa ????Auðvitað var það fyrsta sem mér datt íhug að krútið mitt hefði hitt einhvern "afa"  sem var svo ægilega góður að bjóða far .

Pabbi hennar vinnur fyrir austan og hentist í bæinn um leið og ég hringdi í hann algjörlega í sjokki ,í fyrsta lagi af því að við lifum fyrir börnin okkar og erum búin að ganga í gegnum ótrúlegustu hluti ,í öðru lagi af því að hann veit alveg hvernig ég er .Meina maður er náttlega ekki búin að vera að reyna að ná sér niður af taugaáfalli fyrir ekki neitt og ÞETTA gerði gjörsamlega út af við mig .Fór út í horn heima hjá mér og grét og grét Crying

Kannski segi ég meira frá minni upplifun seinna veit það hreinlega ekki það var alveg nógu erfitt að skrifa þetta .ÉG upplifði allt uppá nýtt

  

mi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband