30.8.2007 | 19:26
Bara svona ,ákvað að hætta að læðast......
Jæja , ég er ein af þessum sem hef verið að læðast um bloggheimana en ákvað í dag að starta einu fyrir sjálfa mig eftir að hafa "læðst" inn á síðuna hjá Ragnheiði og lesið aðeins um það sem hún og hennar fjölskylda hafa gengið í gegnum undanfarið með kökk í hálsinum .
Dáist að kraftinum sem er í gangi þar . Einnig fékk ég senda Dagskránna heim og las færsluna hennar Jónu um þennan yndislega Einhverfa son hennar sem gefur svo mikið frá sér .
Ég er svosem ekki sú snjallasta í tölvum en ég reyni eins og hægt er stafsetning er svona lala og restinni verðið þið bara að komast að ef þið nennið að lesa það sem ég kem til með að senda frá mér .
Athugasemdir
Hæ Guðný G.G og velkomin á bloggið
. Takk fyrir komment mín megin.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 20:09
Velkomin á bloggið Guðný
Huld S. Ringsted, 30.8.2007 kl. 20:17
takk fyrir það dömur ,langaði að vera með í spjallinu .Hver veit kannski kemur eitthvað vitrænt frá mér ......
kemur í ljós
Guðný GG, 30.8.2007 kl. 20:23
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.