31.8.2007 | 10:19
Að bakka bíl ....
getur verið flókið mál svo ekki sé meira sagt , ég veit um eina sem þurfti að bakka sýnum bíl úr stæði tek það fram að hún var nýbúin að fá þennan bíl svo hún var ekki mjög örugg .
Allavega þá gekk það ekki betur en svo að henni tókst að bakka á eina gáminn á svæðinu að öðru leyti var nóg pláss í kringum hana en svona er þetta nú bara
Athugasemdir
Getur þetta verið þú?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 10:45
neibbs væni minn ég er á bíl með skynjurum sem brjálast ef ég er komin of nálægt einhverju þetta er hún systa mín greyið sem lenti í þessu .Gleymdi reyndar að taka fram í færslunni að hún er ljóshærð og býr í Hafnarfirði
Guðný GG, 31.8.2007 kl. 11:46
Það hefur verið rannsakað að konur eiga í meiri erfiðleikum með að bakka bíl en karlar. Með undantekningum að sjálfsögðu. Kannski af því að karlar eru með bíladellu frá barnsaldri.
Ekki misskilja mig. Ég er feministi og er ekki að segja þetta til að gera lítið úr konum. Það má alveg tala um þetta. Ég kem úr 6 systkinahópi (3 stelpur, 3 strákar). Systur mínar og mamma eru ekki bestu bílstjórar í heimi. Þær standa okkur bræðrum og pabba framar á mörgum sviðum. En það er mikill munur á aksturshæfni. Sem meðal annars er staðfestur með umferðaróhöppum.
Jens Guð, 31.8.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.