3.9.2007 | 13:57
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft .......
Dóttir mín var að byrja í skóla og hefur gengið mjög vel ,mikil spenna búin að vera í gangi .Í morgun var rigning og rok og ég sagði henni að best væri að fara í pollagalla og stígvél svo það yrði nú þurr þráður á henni.
Þá kom þessi líka rosalegi fyrirlestur frá henni : akkuru þarf ég að gera það ha !!! aldrei ferð þú í pollagalla þó það sé rigning og þú átt ekki einu sinni stígvél ,þetta er bara svindl og ég fer ekkert í pollagalla sko . Strunsaði svo með fötin inn í vaskahús og skellti hurðinni
Auðvitað er þetta rétt hjá henni ekki á ég stígvél og nota pollagallann minn bara í útileigum en þarna sá ég að ég þyrfti greinilega að fara ákveðinn milliveg Auðvitað er ekkert sanngjarnt að reka þau í hin og þessi fötin og vera svo alltaf í sparigallanum sjálfur og háu hælunum
Svo ég sagði við hana , heyrðu ef ég fer í gönguskónum mínum og regnjakkanum vilt þú þá ekki gera það líka ? Hún horfði á mig í smástund fannst hún greinilega hafa unnið heilmikinn sigur og sagði svo ókei þá erum við alveg eins . Það varð úr við klæddum okkur báðar í og komum okkur upp í skóla sælar og glaðar í rigningu og roki EN þurrar
Verð að viðurkenna að ekki sá ég eftir því að hafa "hlýtt" litla krúttinu
Athugasemdir
Aldeilis frábært hjá þér. Og gott líka fyrir ykkar samskipti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 14:21
Ég man eftir svona atvikum þegar stelpurnar mínar voru litlar, það voru stundum hörku rökræður og að sjálfsögðu höfðu þær yfirleitt alltaf vinninginn!
Huld S. Ringsted, 3.9.2007 kl. 16:21
Mér finnst það frábært þegar synir mínir rökræða við mig og besta er þegar ég get ekki varið mig... frábært hjá dóttur þinni!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.9.2007 kl. 19:29
Greinilega sniðug stúlka sem þú átt. Og stendur fast á sínu. Til hamingju með að eiga svona einbeitta stúlku.
Guðni Már Henningsson, 4.9.2007 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.