Hefur þú lent í því að vera með barnið þitt í gæslu og þegar þú kemur að sækja það veit enginn hvar það er ??????????

Ég lenti í þessu og er núna fyrst að geta skrifað um það Devil ég er búin að vera svo ólýsanlega brjáluð ,vond ég get svarið það ég tók alla þá vonsku sem var til í mér út.Þegar þessi dagur kom var ég í góðu skapi aldrei þessu vant .Ætlaði að ná í prinsessuna mína ogfara með henni  heim að skrifa fyrstu stafina með henni . Ætla að reyna að lýsa þessu fyrir ykur eins og ég upplifði það :

Ég kem í gæsluna og býð góðan daginn ,spyr hvar Sandra Lind sé .Hún er úti að leika er sagt við mig. OK ég fer út að leita og finn hana hvergi svo ég fer aftur inn og segi : hún er ekki úti og ég sé ekki skólatöskuna hennar er hún hérna inni ?

Ó GUР er hún ekki úti segja þær og horfa á mig eins og ég hafi verið með barnið allann tímann

Nei segi ég hún er ekki úti og taskan er farin HVAR ER BARNIÐ MITT ??????

Ohh segir svo alltíeinu ein ,sko það komu hérna stelpur áðan og hún sagði að það væri verið að sækja sig ,kom ekki bara systir hennar að ná í hana ????

Systir !!!! ha sagði ég EF HÚN ÆTTI SYSTUR HEFÐI HÚN KANNSKI KOMIÐ AÐ NÁÍ HANA

Svo gubba þær út úr sér vertu alveg róleg ,SLAKAÐU Á VINKONA  (a.þa.ég var farin að öskra á þessum tímapunkti )

OK akkúrat þarna er búið að týna barninu mínu enginn veit hver sótti það ,sennilega stelpur á línuskautum gæti samt hafa verið stelpa og strákur .Þær voru ekki alveg með þetta á hreinu helv.... dru....... sem voru á svæðinu .

Og hvað átti ég að hugsa ????Auðvitað var það fyrsta sem mér datt íhug að krútið mitt hefði hitt einhvern "afa"  sem var svo ægilega góður að bjóða far .

Pabbi hennar vinnur fyrir austan og hentist í bæinn um leið og ég hringdi í hann algjörlega í sjokki ,í fyrsta lagi af því að við lifum fyrir börnin okkar og erum búin að ganga í gegnum ótrúlegustu hluti ,í öðru lagi af því að hann veit alveg hvernig ég er .Meina maður er náttlega ekki búin að vera að reyna að ná sér niður af taugaáfalli fyrir ekki neitt og ÞETTA gerði gjörsamlega út af við mig .Fór út í horn heima hjá mér og grét og grét Crying

Kannski segi ég meira frá minni upplifun seinna veit það hreinlega ekki það var alveg nógu erfitt að skrifa þetta .ÉG upplifði allt uppá nýtt

  

mi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hefði brjálast.  Svona handvömm á ekki að líðast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 18:53

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

og hvað......????? Guð minn almáttugur. Ég verð nú að segja að starfsfólkið sem ÍTR nær inn á þessum launum er ekki alltaf til að hrópa húrra fyrir (auðvitað er yndislegt fólk þar inn á milli)

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 18:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar var svo barnið Guðný mín ?  Fáðu þetta út og burt sem fyrst.  Reiði er stórhættuleg hún eitrar rosalega mikið út frá sér.  Knús til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 09:17

4 Smámynd: Guðný GG

Sem betur fer endaði þetta vel .Málið er að bróðir hennar kemur með skólasystur sinni (sem er að sækja sinn bróðir í gæslu) og leyfir Söndru að koma með sér.

Segir samt við hana farðu inn og láttu vita að ÉG sé að sækja þig.Hún hleypur inn og segir það er verið að sækja mig "ók bæ " segja þær bara án þess að spyrja hver sé að ná í hana . Afsökunin sem þær komu með var sú að það hefði svo ofboðslega mikið gengið á sumir krakkarnir að fara inn í kaffi og sumir að fara heim og bara allir krakkarnir verið út um allt.

Semsagt þær viðurkenndu það að þær höfðu ekki stjórn á hlutunum akkúrat þarna og leyfðu stelpunni bara að fara .Allavega þá hef ég ekki sett hana þarna aftur ,við fórum daginn eftir og töluðum við skólastjórann sem auðvitað reyndi að verja sitt fólk og sagði að þetta væri nú ekki mikið vandamál fyrst þetta hefði endað svona vel

Hvað ef þetta hefði ekki endað svona vel spyr ég bara ??

Allavega þá settumst við fjölskyldan niður og ræddum þetta og niðurstaðan er sú að bróðir hennar er heima með henni á daginn eftir skóla og HANN fær borgað fyrir það sem gæslan réð ekki við .Og nú er ég búin að blása þessu frá mér orðin alveg hýper-róleg hérna megin  

Guðný GG, 21.9.2007 kl. 09:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál ljúfan mín.  Og allt er gott sem endar vel.  Og ég get lofað þér því að þó þú fréttir það aldrei, þá hefur skólastjórinn tekið fóstrurnar á teppið, og þetta mun ekki koma fyrir aftur.  Því auðvitað var þetta vítavert kæruleysi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband