Í alvöru talað ég er með einn af uppáhaldsmat míns fólks í kvöld sem er soðin lifrarpylsa með mús og rófum.Ok allt komið í pottinn og ég bara róleg .Svo segir litla skotta "mamma ertu ekki með rófur líka" .
Aldrei klikkað á rófunum en gerði það núna ,svo ég skrapp í búðina á horninu og keypti eina rófu og hér kemur kastið sem ég fékk .Tek það fram að þetta er í fyrsta skiptið sem ég segi eitthvað við aumingjans fólkið á kassanum (var sjálf í þessu starfi í gamla daga)Fyrir þessa ANDSKOTANS einu rófu borgaði ég tæpar 300 krónur og hún var ekki stór svo það er eins gott að hún smakkist vel
Annars fyrst ég er byrjuð að tala um mat , er að bíða eftir því að dýri rófufjandinn sé tilbúinn sko .
Á þessu heimili er svokallaður "ömmumatur"í uppáhaldi , kjötbollurnar í brúnu sósunni ,soðni fiskurinn með brædda smjörinu,fiskibollur svo lengi sem ég geri þær nánast frá grunni ,og ekki má gleyma saltkjötinu með nammisósunni (hvítu sósunni ).Mér er fyrirgefið að vera með pizzu ef ég bý til botninn sjálf .Það er líka svo gaman að gera hana, erum öll saman í eldhúsinu allir fá sinn part af deiginu og setja sjálfir það sem þeir vilja á sitt ,svo er fylgst vel með þegar allt er komið í ofninn svo enginn steli nú frá einhverjum öðrum
Jamm það er nú það búin að ná mér niður eftir þessi skrif sennilega var þetta reiðiblogg en er samt hneyksluð á verðinu á HELV. rófunni og lái mér hver sem vill ....................
Kveðja ég
Athugasemdir
300 kall fyrir eina rófu, von að þú sért brjáluð. Ótrúlegur andskoti. Úff, vonandi smakkaðist hún vel Guðný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.