Smá pæling frá mér

Viðurkenni það að einhver pirringur er í gangi núna .Nenni ekki að gera neitt af því sem ég þarf að gera og langar obbosslega að fresta því þar til á morgun .

1. Setja í þvottavél ----nenni því ekki a.þ.a. þá þarf ég að muna eftir henni og henda í þurrkarann þegar hún er búin og muna eftir því þegar hann er búinn . Ég hata krumpuð föt sem gleymast í þurrkara.

2. Elda kvöldmat ------til hvers í fjandanum ???verður samt að gerast annars verð ég með alla á bakinu á mér í allt kvöld t.d. má ég fá brauð ? má ég hita núðlusúpu ? hvaaa eru allir ávextirnir búnir ? ok HVER kláraði allt coco puffið ? mamma akkurru var ekkert í matinn ??

3. Ryksuga ------ þarf ég nokkuð að tjá mig um það ???

4. Ganga frá ------ æææi kommon hættiðið nú

Ef þið viljið ekki viðurkenna að þið kannist við þetta þá eruð þið að ljúga Devil

Ef þið kannist ekkert við þetta , má ég þá koma og búa hjá ykkur ? er voða voða þægileg í umgengni

Hafið það sem allra best í kvöld knús frá mér ,þarf að henda tilbúna fisknum sem ég keypti í ofninn hann verður borinn fram með ferska tilbúna salatinu og tilbúnu kartöflunum .Allllgjör snilld að geta reddað sér svona líka rosalega flott ...5.mín. að versla og +eða -20 mínútur í bið og maturinn tilbúinn ToungeTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ ég kannast svo sannarlega við þetta, fæ sjálf svona "köst" nánast því á hverjum degi! ég afsaka mig bara með því að það gleymdist húsmóðurgenið þegar ég var framleidd Vona að tilbúni fiskurinn hafi verið góður.

Huld S. Ringsted, 18.10.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil þig alveg rosalega vel.  En það er líka verst að byrja, svo kemur þetta bara einhvernveginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2007 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband