15.10.2007 | 18:01
Berlín , hvað get ég sagt ?Þetta er blogg fyrir þig Gísli
Jæja komin frá Berlín algjörlega frábær ferð .Fengum gott veður allann tímann sem er jú það sem við á klakanum höfum alltaf áhyggjur af ekki satt ..
Skoðuðum helstu staðina sem var búið að benda okkur á t.d. Brandenburgarhliðið ,sjónvarpsturninn sem er ekki nema tæpir 400 metrar á hæð dísöss hvað mig svimaði þar maður .Líka það sem var eftir af kirkjunni sem var bombarduð í seinni heimstyrjöldinni ,fórum í Sony Center og borðuðum kengúru sem mér leist nú ekkert á en kom á óvart hvað hún var góð ,og eyddum heilum degi í dýragarðinum sem var sko alveg þess virði .Nú svo skoðuðum við sendiráð norðurlandanna sem eru öll staðsett saman á einum reit í fylgd sendiherrans okkar .
Rákumst á Ferrari búð og fengum alveg sérþjónustu þar (vorum svo vel merkt sko ) Keyptum nýjan bol handa Söndru og bóndinn valdi sér bakpoka til að hafa á mótorhjólinu .Árshátíðin var meiriháttar vel heppnuð og við erum ákveðin í að fara aftur að heimsækja Berlínarbúa .Það er svo margt eftir að skoða .
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.10.2007 kl. 21:16
Ég er margoft búin að kikja hér inn og lesa
Og fannst alveg rosalega sniðugt að þú værir með 3G alveg eins og Guðný frænka mín,svo datt mér allt í einu í hug að skoða myndina og varð bara kjaftstopp
þetta er bara hún frænka mín.Svo ég segi bara hæ frænka og gaman að lesa bloggið þitt.kveðja Anna
Anna, 15.10.2007 kl. 21:45
Velkomin heim aftur Guðný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2007 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.