Formúlu 1 pæling frá stelpunni mér .....

 Ok ég er með algjörlega ólæknandi dellu fyrir nánast öllum ökutækjum,hef sennilega fengið hana frá pabba mínum en ekki minnkaði  hún þegar ég kynntist manninum mínum  Whistling

Allavega þá er ég (og kallinn) búin að eiga og keyra nánast allar stærðir og gerðir af tækjum fyrir utan mótorhjól og gröfur ,hann sér um gröfurnar og mótorhjólin  Wink

Þ.a.l. hef ég mikinn áhuga á Formúlu 1 og mig langar að fá viðbrögð frá ykkur sem eruð á sömu bylgjulengd.

Hvað finnst ykkur um þetta ár sem er að líða ?

Hafið þið haft gaman af þeim keppnum sem eru búnar ?

Bíðið þið spennt eftir næstu keppni ?

Er þessi krísa á milli Mc Claren og Ferrari ekki orðin þreytt ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Áhugi þinn á aksturstækjum leynir sér ekki. Ég flokkast örugglega undir það að vera formúludellukarl og ætla reyna að svara spurningum þínum.

Vertíðin finnst mér hafa verið góð. Meiri keppni um titil ökuþóra en lengi að því leyti hvað margir koma enn til greina. Fjórir eiga möguleika þótt mestir séu möguleikar Hamilton og Alonso.

Þá er frammistaða Hamiltons á árinu eitthvað til að gleðja alla unnendur íþróttarinnar. Og sýnir sig hvað miklu máli skiptir að menn séu á góðum bíl, þá geta þeir brillerað.   

Yngri menn hafa átt góða spretti og fjörgað mótin, svosem Kubica, Rosberg, Kovalainen og Sutil í síðasta móti, í Spa í Belgíu.

Mótin eru misjafnlega skemmtileg og keppnin mismunandi mikil, stundum nær engin um toppsætin. Stundum höfum við séð tilþrifaslag um önnur sæti og mikil einvígi, t.d. Coulthard og Kubica og Kubica/Kovalainen í síðasta kappakstri  svo eitthvað sé nefnt.

Ég hef alltaf beðið spenntur eftir næsta móti, og það núna stanslaust í einar 12 vertíðir í röð! Næsta mót verður vonandi skemmtilegt því þar er um braut að ræða sem formúlubílar hafa ekki sést á í 30 ár - Fuji. Býður vonandi upp á eitthvað óvænt!    

Krísan vegna njósnamálsins er ömurleg að því leyti að hún hefur skyggt á sportþáttinn of lengi. Annars viðurkenni ég nú að ég vænti þess að McLaren myndi áfrýja dóminum sem mér persónulega fannst vafasamur.

Bæði þar sem ekkert hefur sannast á liðið annað en að hafa gögn undir höndum. Það er brotið í þessu máli, ekkert annað. Það kemur greinilega fram í dóminum og forsendum hans sem ég er búinn að pæla nokkrum sinnum í gegn um.

Verðskuldar það 100 milljóna dollara sekt og brottvísun úr keppni bílsmiða? Er eitthvað meðalhóf í því? Nei, refsingin tók mið af efnahag McLaren sem er ríkara en öll liðin nema kannski eitt! 

Til dæmis er verið að selja Spyker-liðið þessa dagana. Kaupverðir er næstum sama upphæð og sekt McLaren nemur! Svona sekt hefði slátrað öllum liðum öðrum nema Ferrari. Og kannski ekki Renault, Toyota og BMW sem hafa stór bílafyrirtæki á bakvið sig.

Vissulega er þetta alvarlegt mál og hið eitraða epli [Coghlan] hefur komið verulegu óorði á McLaren. En á öllum mótum og öllum æfingum eru liðin öll að njósna um hvert annað með ýmsu móti og gögn í stórum stíl ganga þá milli manna. Bara með öðru vísi hætti en hér átti sér stað.

Ein hlið þessa máls sem vart hefur verið minnst á er hvernig leyndarmál Ferrari virðast liggja á glámbekk í fyrirtækinu. Það virðist bara hægt að ganga þaðan út með tölvudiska með tæknigögnum ef vill. Mörg dæmi eru um þetta á undanförnum árum!

Jæja, best að halda ekki of lengi áfram með þetta mál, það er umdeilt og verður það. Á því eru margar hliðar og það nokkuð sérkennilegar.

Þáttur FIA er eitt. Sömu mennirnir þar rannsaka málið, ákæra og dæma svo. Það er fyrirkomulag sem heyrir fortíðinni til hjá nútíma þjóðum.    

Með kveðju

Ágúst

Ágúst Ásgeirsson, 22.9.2007 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband