Bestustu bloggvinirnir ......

Ég opnaði blogg hér á miðvikudaginn og er komin með 2 bloggvini ,sem by the way eru algjörlega frábærir .

Læddist aðeins á síðunum hjá þeim og öðrum nota bene áður en ég byrjaði sjálf .Ég er ekki mikið fyrir að trana mér fram og  ekki sú sem hef hæst .Fannst ég alltaf vera að læðast inn hjá öðrum og las öll komment sem mér fannst spennandi og leið eins og þjófi í myrkri nætur

 (shit hvað þetta var flott setning:) )

Jens Guð er vinsælasti bloggarinn skv. könnun sem var gerð af einum bloggara og er vel að því kominn. Færslurnar hans eru rökréttar vel skrifaðar og skemmtileg lesning ,ég meina manni líður eins og maður sé háskólamenntaður eftir lesturinn Smile án gríns sko!!!!

En well einhverjir vinir (bara góðir) lásu kommentið mitt sem ég sendi fyrr í dag og nú er verið að sækja mig í skemmtilega bílferðog eitthvað meir veit ekki hvað  Smile Takk elskurnar þið eruð bestust í heiminum


Fjandans vesenis þunglyndi á laugardegi .....

Í dag líður mér ekkert vel ,finnst allt vera ómögulegt og hundleiðinlegt og er svakalega pirruð yfir því að þetta hellist yfir mig akkúrat í dag þegar ég er í helgarfríi  .Ákvað að prófa að skrifa mig út úr þessu .

Allir hafa upplifað daga þar sem þeim líður eins og skýin séu að detta á hausinn á þeim  og ekkert gengur upp ,maður getur ekki einu sinni smurt brauðið sitt rétt ,og minnstu smáatriði fá mann til að brotna niður . Þetta er svona dagur hjá mér en ég neita að gefast uppDevil 

 auðvitað væri auðveldast að leggjast upp í rúm og gera  neitt en það kemur EKKI til greina 

Þunglyndi er ógeðsegur sjúkdómur og ekki auðveldur viðureignar .Sjálf var ég á lyfjum í marga mánuði þar til mér leið eins og ég gæti "höndlað" hlutina ,en það koma alltaf dagar þar sem manni líður eins og best væri að fara bara yfir móðuna miklu eins og sagt er . Maður eyðir ótrúlega miklum tíma í að niðurlægja sjálfan sig t.d ojjjj hvað þú ert feit ,jeminn hvað fötin þín eru ljót hver gengur í svona eiginlega ég meina kommoooon,hver rústaði eiginlega hárinu á þér,hvers konar matur er þetta eiginlega osv.fr

Örugglega  kannast einhver við þetta en þegar maður er í þessu ástandi þá er maður einn í heiminum og sannfærður um að vera algjörlega einn um þetta helvíti . Allavega þá ætla ég ekki að byrja aftur á lyfjum og halda að allt reddist einhvern veginn þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna mig útúr .

Jeminn hvað það var gott að koma þessu frá sér Undecided 

Og hananú sagði hænan.........


Að bakka bíl ....

getur verið flókið mál svo ekki sé meira sagt , ég veit um eina sem þurfti að bakka sýnum bíl úr stæði tek það fram að hún var nýbúin að fá þennan bíl svo hún var ekki mjög örugg .

Allavega þá gekk það ekki betur en svo að henni tókst að bakka á eina gáminn á svæðinu LoL að öðru leyti var nóg pláss í kringum hana en svona er þetta nú bara


Bara svona ,ákvað að hætta að læðast......

Jæja , ég er ein af þessum sem hef verið að læðast  um bloggheimana  en ákvað í dag að starta einu fyrir sjálfa mig eftir að hafa "læðst" inn á síðuna hjá Ragnheiði og lesið aðeins um það sem hún og hennar fjölskylda hafa gengið í gegnum undanfarið með kökk í hálsinum .

Dáist að kraftinum sem er í gangi þar . Einnig fékk ég senda Dagskránna heim og las færsluna hennar Jónu um þennan yndislega Einhverfa son hennar sem gefur svo mikið frá sér .

Ég er svosem ekki sú snjallasta í tölvum en ég reyni eins og hægt er stafsetning er svona lala og restinni verðið þið bara að komast að ef þið nennið að lesa það sem ég kem til með að senda frá mér .


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband